Stjórnarfundur 3. okt. 2012

posted in: Fundargerðir 2012 | 0

Fjórði  fundur í annarri stjórn NSVE haldinn á heimili Jóhanns Davíðssonar að Hrauntungu 53 í Kópavogi  03. október 2012 og hófst hann kl. 17:00.

Allir stjórnarmenn mættu bæði aðal- og varamenn nema Ellert Grétarsson sem boðaði forföll.

Jóhannes formaður setti fund og eftirtaldir málaflokkar voru síðan teknir til umræðu.

  1. Fundarboð til atvinnvega-(samgöngu-) og umhverfisnefnda Alþingis miðvikudaginn 10. okt. 2012. kl. 110:30 vegna rammaáætluunnar.
  2. Málþingi um Þingvallavatn síðla vetrar 1913.
  3. Baráttan fyrir verndun Krýsuvíkursvæðis
  4. „Suðvesturlína“ um jarðir sveitarfélagsins Voga.
  5. Önnur mál.

 

1. Fundarboð til nefnda Alþingis:

Jóhannes formaður gerði grein fyrir málinu og áherslupuntum sem hann hefur tekið saman þar um. Þeirri greinargerð skipti hann í eftirfarandi meginkafla: a)Inngang. b)Rök náttúrunnar. c)Heilsufarsleg rök. d)Ferðamennska og  fólksfjöldi, efnahagsleg rök. e) Tækni- og rannsóknarleg rök og f) Náttúrhamfarir. Hverjun þessara kafla fylgdi greinargerð sem sem varðveitt er sem fylgiskjal. Allmiklar umræður urðu um þessa greinargerð og í lok þeirra kallaði formaður efir stjórnamönnum sem gætu mætt á fund nefndanna miðvikdaginn 10. okt. Þessir lýstu vilja sínum til að mæta. Jóhannes Ágústsson Helena Mjöll, Björn Pálsson og Guðrún Ágústdóttir. Ákveðið var að Jóhannes yrði talsmaður stjórnar NSVE á fundinum.

2.Málþing um Þingvallavatn:

Björn gerði grein fyrir stöðu málsins samkvæmt fundi sem haldinn var á heimil hans í Hveragerði með þeim Guðrúnu Ágústsdóttur og Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur formanns  NVS. Málþingið getur orðið síðla í mars 2013 og þá hugsanlega í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík. Þeir fyrilesarar sem rætt hefur verið við og gefið hafa kost á því að halda erindi eru: a) Sigrún Helgadóttir um vistfræði þjóðgarðsins, b) Haraldur Sigurðsson um jarðminjar og c) Hilmar Malmkvist um efnafræðilegar rannsóknir Þingvallavatns. List- og söguleg atriði í höndum Guðrúnar Ágústsdóttur og Margrétar Sveinbjörnsdóttur frá Heiðabæ eru hugsuð í upphafi, milli fyrirlestra og í lok málþingsins. Þessum tillögum var vel tekið af stjórnamönnum og einning þeirri hugmynd að Pétri Jónassyni yrði boðið á ráðstefnuna sem heiðursgesti. Stefán Erlendsson var skipaður til að vera þeim Guðrúnu og Birni til aðstoðar við undirbúning málþingsins.

3. Verndun Krýsuvíkursvæðis:

Ýmsar hugmyndir voru ræddar þar til bjargar og hvernig best væri að ná athygli fjölmiða og almennings um verndun þess svæðis. Fram kom í máli Helenar Mjallar að fjölgun ferðamanna þar hefur verið mikil að undanförnu og ýmislegt þarf að gera til að bæta þjónustu við ferðamenn.  Helenu Mjöll og Jóhannesi Ágústssyni var falið að vinna að kynningar- og verndunarmálum á svæðinu f.h. stjórnar NSVE.

 

4. Suðvesturlína:

Eydís gerði grein fyrir stöðu mála. Þar stendur sveitastjórn Voga fast gegn nýrri loflínu og ekki ólíklegt mál fari þar í kæruferli og jafnvel til umboðsmanns Alþingis.

 

5. Önnur mál:

Ýmislegt bar þar á góma s.s. framkomin viðhorf landsmanna um háspennulínu yfir miðhálendi Íslands samkv. skoðankönnun, nauðsyn á aukinni dreifingu ferðamanna um landið og kostnaður við að gera þau svæði aðgengileg fyrir ferðamenn án þess að sá ágangur og framkvæmdir valdi umtalsverðu tjóni á náttúrunni.

Þá ræddi Guðrún Ásmundsdóttir hugmynd sína um listræna samkomu í Herdísarvík til minningar um  Einari Benediktsson og Hlín Johnson.Fleira ekki fært til bókar.

Næsti sjórnarfundur verður haldinn á heimili Eydísar Franzdóttur í Landakoti á Vatnsleysuströnd miðvikudaginn 14. nóvember kl. 17:00.

 

Stjórnarfundi slitið kl. 19:30

Fundargerð skráði Björn Pálsson, ritari