Stjórnarfundur 27. apríl 2012

posted in: Fundargerðir 2012 | 0

Fyrsti fundur í nýkjörinni stjórn NSVE haldinn að Tjarnargötu 29b í Hafnarfirði föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 15:00.

Allir stjórnarmenn mættu bæði aðal- og varamenn. Jóhannes Ágústsson setti fund og gengið var til dagskrár.

1) Stjórnarmenn kynntu sig, aðalstjórn Jóhannes Ágústsson, Björn Pálsson, Helena Mjöll Jóhannsdóttir Ellert Grétarsson og Eydís Franzdóttir og varastjórn Guðrún G. Ásmundsdóttir, Jóhann Davíðsson og Stefán Erlendsson.

2) Fundargerð aðalfundar undirrituð.

3) Stjórnin skipti með sér verkum og var embættaskipan óbreytt frá fyrstu stjórn eða þessi: Jóhannes formaður, Björn ritari, Eydís gjaldkeri, Helena Mjöll varaformaður og Ellert upplýsingafulltrúi.

4) Aðgerðarhóparnir voru teknir til umræðu og fram kom skipting stjórnarmanna í þá og nokkrir félagar í NSVE, sem eru reiðubúnir að leggja hópum lið, voru nefndir.

5) Náttúruverdarþing: Jóhannes formaður fjallaði um náttúrverndarþingið laugardaginn 28. apríl. Uppkast ályktunar til samþykktar þar var rætt og þá einkum bág staða svæðisins frá Krýsuvík til Reykjaness samkvæmt þeirri rammaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Allir stjórnamenn bæði aðal- og varamenn ákváðu að mæta á náttúruverdarþingið og fram kom að Eydís gjaldkeri hafði sent félögum í NSVE netbréf þar sem stjórn NSVE hvetur félagana til þess að fjölmenna á þingið.

6) Önnur mál: Fjallað var um beiðni frá atvinnumálanefnd Alþingi um nýja umsögn um rammaáætlun. Umsögnin þarf að berast nefndasviði Alþingis nefndasvid@althingi.is fyrir 8. maí næstkomandi.  Málið rætt og talið nauðsynlegt að senda athugasemdir þrátt fyrir áður sendar athugasemdir. Birni falið að semja uppkast ályktunnar vegna Hverahlíðarvirkjunnar. Í lok fundar fjallaði Eydís um stöðu ætlaðrar nýrrar háspennulínu Landsnets, loftlínu, um jarðir Voga og Vatnsleysustrandar.

Fleira ekki fært til bókar. Stjórnarfundi slitið kl. 17:45

Fundargerð skráði Björn Pálsson,ritari