Eldvörp – Í skugga flónskunnar

posted in: Video | 0

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa nýverið veitt HS Orku leyfi til rannsóknarborana í Eldvörpum, þrátt fyrir umsögn Skipulagsstofnunar um neikvæð umhverfisáhrif af slíkum borunum. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir fimm risastórum borteigum nánast ofan í gígaröðinni en hver og einn þeirra verður á bilinu 4 – 5 þúsund fermetrar að stærð.

Skipulagsstofnun skilaði áliti um matsskýrsluna síðastliðið haust og tekur í umsögn sinni undir þau sjónarmið að lítt raskað svæði eins og Eldvörp sé afar mikilvægt til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Stofnunin segir áhrif fyrirhugaðra framkvæmda „talsvert neikvæð“ vegna rasks á eldhrauni. Jafnframt verði áhrif á gróður talsverð neikvæð þar sem um sé að ræða „nokkuð umfangsmikið, óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu“.