Stjórnarfundur, þriðjudaginn 20. des. 2016

posted in: Fundargerðir 2016 | 0

Þriðji stjórnarfundur sjöttu stjórnar NSVE var haldinn á heimili Guðrúnar Ásmundsdóttur að Grandavegi 36, Rvík þriðjudaginn 20. des. 2016. Hófst fundurinn kl. 16:00 með rausnarlegum veitingum húsráðanda.

Mættir voru stjórnarmennirnir Helena Mjöll, Eydís Franzdóttir, Björn Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Lárus Vilhjálmsson og Dagný Alda Steinsdóttir. Stefán Erlendsson og Jóhann Davíðsson voru fjarverandi. Þá var Ragnheiður Þorgrímsdóttir á Kúludalsá við Akrafjall einnig mætt sem gestur.

Helena Mjöll formaður setti fund og eftirtalin mál voru tekin til umræðu:

  1. Afstaða opinberra stofnana til stóriðjuframkvæmda s.s. til stóriðju og afleiddra framkvæma s.s. raforkuvirkjana, línulagna, hafnargerða o.fl. Það var samdóma álit fundarmanna að þessar stofnanir væru nauðsynlegar en gæta yrði þess að skammtíma gróðasjónamið réðu þar ekki för. Ragnheiður lýsti reynslu sinni í baráttunni gegn mengun frá stóriðjunni við Grundartanga og nágrenni. Þar virtist við ramman reip að draga og þetta Katanesskrímsli nútíðar virtist hafa mjög sterka stöðu hjá eftirlitsstofnunum s.s. UST/Umhverfisstofnun. Svipuð staða virðist vera uppi í Helguvík þar sem Thorsil virðist hafa um of ráðandi afstöðu til rannsókna á hugsanlegum áhrifum af verksmiðju þess fyrirtækis þar
    .
  2. Þá var rætt um ætlaðar raforkulínulagnir Landsnets frá Sandskeiði til Straumsvíkur. Augljóst er að sú línulögn liggur um viðkvæm vatnsverndarsvæði og getur skaðað vatnsból Hafnfirðinga og Gvendarbrunna og þá um leið höfuðborgarsvæðisins alls. Rædd var nauðsyn þess að upplýsa íbúa og sveitarstjórnarfólk betur um þær hættur sem þessar ætluðu framkvæmdir kunna að hafa. Í þessi tilfelli telur stjórn NSVE að hafa verði framtíð afkomanda okkar til langs tíma að leiðarljósi.
  3. Fram kom að skammur tími væri til stefnu um að gera athugasemdir við og andmæla ætluðum framkvæmdum. Samþykkt var að stjórnarmennirnir Helena Mjöll, Eydís, Dagný Alda og Lárus tækju að sér að semja og koma á framfæri þeim andmælum í nafni stjórnar NSVE. Þeim til aðstoðar yrðu félagar utan stjórnar s.s. Ellert Grétarsson og Ragnheiður Þorgrímsdóttir.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið um kl. 18:00.
Björn Pálsson/ritari