Annar fundur í annarri stjórn NSVE haldinn á heimili formanns að Sléttahrauni 24 í Hafnarfirði föstudaginn 1. júní 2012 og hófst hann kl. 15:00.
Allir stjórnarmenn mættu bæði aðal- og varamenn. Jóhannes Ágústsson formaður setti fund og gengið var til eftirfarandi dagskrár:
- Staða rammaáætlunar, afhending bókar 30. maí og kostnaður.
- Fréttabréf – Sumar / 3. Gönguferðir / 4. Stuðlaberg í Mosfellsbæ / 5. Suðurnesjalína
- Áráósasamningurinn – tæki til áhrifa og kærur – Hellisheiðarvirkjun / 7. Önnur mál
Formaður sótti opinn fund Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þar sem Sigmundur Einarsson flutti erindi um jarðfræði Krýsuvíkursvæðis o.fl. Jafnframt stóð Ellert fyrir myndasýningu og erindi um Krýsuvíkursvæðið og Reykjanesfólkvang.
Þá stóð NVSE ásamt Landvernd fyrir málþingi í Tjarnarbíói þann 30. maí og þann dag var myndabók Ellerts , um ruslatunnuna Reykjanesskaga, afhent alþingismönnum. Nokkuð var fjallað um kostnað við prentun bókarinnar sem mun vera um kr. 2.000 á hvert eintak. Ellert upplýsti að þar sem um stafræna prentun væri að ræða væri útgáfa fleiri eintaka auðveld.
Fjallað var um fréttabréf og hinu næsta er ætlað að koma út í ágúst. Þau verða 4 á ári og send öllum skráðum félögum auk þess að birtast á Facebook síðu félagsins og heimasíðu.
NSVE stóð fyrir gönguferð um á Sveifluháls þann 6. maí og Eldvörp og nágrenni annan í Hvítasunnu þann 28. maí. Þátttaka var góð og lofuðu stjórnarmenn ágætt frumkvæði Ellerts um þessar göngur.
Jóhannes sagðist hafa frétt af fallegu stuðlabergi við námu í Mosfellsbæ. Nú er stuðlabergið allt horfið þar. Þetta væri áminning um að vel og víða yrði að standa vörðinn um náttúruperlur.
Eydís sagði frá stöðu mála varðandi Suðurnesjalínu. Ljóst væri að landeigendur stæðu nokkuð þétt saman gegn áætlunum Landsnets um nýjar loftlínur þar. Þar á bæ væru uppi hugmyndir um eignanám lands fyrir línustæði en sveitarsjórn Voga stæði einarðlega gegn loftlínum þar um lendur.
Jóhannes fjallaði nokkuð um Árósasamninginn og þá staðreynd að NSVE hefði nú kærurétt um málefni náttúruverndar. Stjórnarmenn NSVE þyrftu að vinna heimavinnu sína vel svo sem um gufuaflsvirkjanir og möguleg skaðleg áhrif þeirra á heilsu manna. Þá sagði hann frá bréfi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fulltrúum frá NVSE er boðið til fundar með framkvæmdastjórn OR þann 7. júní kl. 17:00. Ákveðið að Jóhannes, Björn og Stefán mættu á þann fund.
Undir liðnum önnur mál komu ýmis mál til umræðu. Talið var nauðsynlegt að undirbúa mál vel og verkum skipt milli stjórnarmanna á því sviði. Þá var lofuð framganga Landverndar á þessu sviði. Guðrún Ásmundsdóttir lýsti áhuga á að standa fyrir listviðburði í Herdísarvík. Næsti stjórnarfundur ákveðinn á heimili hennar að þann 31. ágúst nk.
Fleira ekki fært til bókar. Stjórnarfundi slitið kl. 18:00
Fundargerð skráði Björn Pálsson ritari