Mikilvægu vatnsverndarsvæði fórnað fyrir vafasaman ávinning

posted in: Ályktanir | 0

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands – NSVE – lýsa þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss í þágu virkjunaráforma Orkuveitu Reykjavíkur á svokölluðum Norðurhálsum við rætur Skálafells á Hellisheiði. Samtökin leggjast alfarið gegn því að þessu svæði – sem er undir … Continued

Heilsuspillandi starfsemi nýtur vafans – ekki íbúar

posted in: Ályktanir | 0

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands furða sig á því að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (HES) skuli hafa veitt „jákvæða umsögn til tímabundinnar undanþágu frá hertum ákvæðum í reglugerð 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti“ að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur. Mælingar sýna að styrkur brennisteinsvetnis [H2S] frá … Continued

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra

posted in: Ályktanir | 0

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla leyfi iðnaðarráðherra til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2: ,,Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd mótmæla harðlega ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um að veita Landsneti hf. heimild til að taka … Continued

Orkustofnun brást hlutverki sínu

posted in: Ályktanir | 0

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands lýsa furðu á leyfisveitingu Orkustofnunar fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 og beiðni Landsnets um eignanám á jörðum á Vatnsleysuströnd á áætlaðri línuleið. Ekki verður séð á gögnum að Orkustofnun hafi sinnt eftirlitshlutverki sínu sem skyldi heldur látið Landsnet mata … Continued

Landsnet beitir blekkingum

posted in: Ályktanir | 0

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSVE) furða sig á þeim vinnnubrögðum sem Landsnet hefur frammi gagnvart landeigendum á Vatnsleysuströnd og almenningi. Fyrirtækið sæktist nú eftir heimild atvinnuvegaráðherra til að taka landsréttindi þar eignarnámi svo hefja megi framkvæmdir við háspennulínu eftir endilöngum Reykjanesskaga. … Continued

Heilsa íbúa njóti vafans í Rammaáætlun

posted in: Ályktanir | 0

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands skorar á Alþingi að sýna ábyrgð gagnvart heilsu íbúa suðvesturhornsins og samþykkja breytingartillögu Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur um að öll jarðhitasvæði Reykjanesskagans í Rammaáætlun verði sett í biðflokk. Stjórn NSVE telur ekki rétt að setja nokkurt … Continued

Jarðvarmavirkjunum verði frestað

posted in: Ályktanir | 0

Fimm náttúruverndarsamtök hvetja til þess að allri frekari jarðvarmavinnslu á Hellisheiði verði frestað uns lausn finnst á þeim mengunarvandamálum sem virkjunum fylgja. Þetta kemur fram í ályktun frá félögunum í tilefni af þeim fregnum að Orkuveitan sjái ekki fram á … Continued

Ályktun baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga

posted in: Ályktanir | 0

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd stóðu að opnum baráttufundi í Tjarnarbíói þann 30. maí 2012 þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Baráttufundur um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga, haldinn í Reykjavík 30. maí 2012, hvetur þingmenn til að endurskoða fyrirliggjandi tillögur rammaáætlunar … Continued

Ályktun Náttúruverndarþings 2012 um þingsályktunartillögu að áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

posted in: Ályktanir | 0

Náttúruverndarþing 2012 tekur eindregið undir umsögn þrettán náttúruverndarfélaga um drög að tillögu um rammaáætlun sem send var iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra 11. nóvember 2011. Þingið fagnar því að allmörg verðmæt svæði, sem löngu var tímabært að friðlýsa, hafa samkvæmt fyrirliggjandi þingsályktunartillögu … Continued