Heilsa íbúa og dýra verði ekki lögð und­ir í lýðheilsu­tilraun

posted in: Ályktanir | 0

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturands 2015 tekur undir þær áhyggjur sem fram hafa komið hjá íbúum í Reykjanesbæ undanfarið vegna þeirrar miklu stóriðjuvæðingar sem stendur fyrir dyrum í Helguvík, örskammt frá íbúabyggð og helstu frístunda­svæðum bæjarins.

Hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má vera yfir viðmiðunarmörkum og telur NSVE það algjörlega ábyrgðarlaust af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ ætli þau sér að heimila byggingu tveggja kísilmálmverksmiðja sem staðsettar verða aðeins 1km frá Mána­grund og 1,4km frá íbúa­byggð.

Sjá nánar frétt mbl.is um ályktuna:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/02/heilsa_ibua_og_dyra_verdi_ekki_logd_undir_i_lydheil/