Stjórnarfundur 4. nóvember 2011

posted in: Fundargerðir 2011 | 0

Fundur í stjórn NSVE haldinn á heimili formanns að Sléttahrauni 24 í Hafnarfirði þann 4. nóvember 2011 kl. 15:00.

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár.

1) Nauðsynleg gögn til skráningar vegna kennitölu hjá RSK/félagaskrá voru undirrituð og Birni falið að koma þeim til viðkomandi aðila. Þá undirritaði stjórn NSV prókúruumboð Eydísar Franzdóttur gjaldkera stjórnar til stofnunar bankareiknings í nafni samtakanna að fenginni kennitölu.

2) Þá var farið vandlega í gegnum skýrslur Landverdar og NSV vegna athugasemda við framlagt lagafrumvarp vegna Rammaáætlunar. Því verki skal skila í síðasta lagi 11. nóvember nk. Jóhannes formaður stýrði því verki og tók að sér að annast frágang þess. Yfirferð stjórnar lauk kl. 18:oo

3) Rætt um ætlaðan borgarafund í Hveragerði 10. nóv. 2011 kl. 20:oo. Þar mun Jóhannes formaður mæta og stjórna fundi. Dagskrá þess fundar er: sjá fylgiskjal.

4) Stjórnin að Birni undanskyldum ákvað að hittast heima hjá Eydísi í Landakoti á Vatnsleysuströnd föstudaginn 11. nóv. til þess að fjalla um framlagða tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

5)  Formanni falið boða til næsta stjórnarfundar Fleira ekki fært til bókar. Stjórnarfundi slitið kl. 18:15.

 

Fundargerð skráði Björn Pálsson ritari.