Níundi og síðasti fundur í annarri stjórn NSVE var haldinn á heimili Helenar Mjallar að, Austurvegi 29b í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. apríl 2013 og hófst hann kl. 17: 00. Mættir voru allir stjórnarmenn, bæði aðal- og varastjórn, þau Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Eydís Franzdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Björn Pálsson, Jóhann Davíðsson, Ellert Grétarsson nema Stefán Erlendsson sem hafði boðað forföll.
Gengið var til dagskrár en meginefni fundarins var undirbúningur aðalfundar félagsins.
1) Aðalfundur NSVE hefur verið boðaður félagsmönnum fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:30. Hann verður haldinn í Hafnarfjarðarleikhúsinu að Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Rætt var um ársskýrslu stjórnar sem Helena Mjöll Jóhannsdóttir tekur saman og flytur. Eydís Fransdóttir lagði fram ársreikning félagsins sem var samþykktur og undirritaður af stjórninni.
2) Önnur mál: Fjallað var um um þá málaflokka sem efst hafa verið á baugi s.s. baráttuna gegn virkjunaráformum í Krýsuvík og Eldvörpum og einnig gegn áformum Landsnets um nýjar loftínur rafmagns á svæðinu. Þá fjallaði Björn Pálsson um Þingvallamálstefnuna sem haldin var þann 3. apríl 2013. Hún heppnaðist ágætlega og um 100 manns sóttu hana. Þar sem engir fjölmiðlar sáu ástæðu til þess að sækja málstefnuna né fjalla um þær merku upplýsingar, sem þar komu fram, hefur Björn ákveðið að rita greinaflokk um málefni Þingvallavatns og umhverfi þess. Hann mun reyna að fá þær greinar birta í netmiðlum og jafnvel víðar.
Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið um kl. 19:00.
Fundargerð skráði Björn Pálsson, ritari.