Stjórnarfundur 23. mars 2012

posted in: Fundargerðir 2012 | 0

Fundur í stjórn NSV haldinn Hringbraut 46 í Keflavík þann 23. mars 2012.

Allir stjórnarmenn voru mættir, formaður setti fund kl.15:30 og gengið var til dagskrár.

1) Aðalfundur NSV ákveðinn þriðjudaginn 17. apríl nk. kl. 20:00 í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Formaður mun semja auglýsing um aðalfundinn og dagskrá hans sem send verður félögum fljótlega. Þá var samþykkt að fyrir aðalfund verði lögð fram sú tillaga til lagabreytingar að þrír varafulltrúar verði kjörnir í stjórn NSV.

2) Rammaáætlunin var rædd og sú alvarlega staða að á Alþingi er nú lagt til að  allt svæðið frá Reykjanesvita til  Krýsuvíkur verði að mestu sett í nýtingarflokk, aðeins tveir staðir í bið og enginn í vernd. Samþykkt að skipa aðgerðarhópa á aðalfundi til verndar einstakra svæða.

3) Helena Mjöll sagði frá atburðum á vegum Reykjanesfólkvangs og skýrslu VSO- ráðgjafar um mögulega nýtingu þess svæðis til framtíðar. Þá var nokkuð fjallað um aðkomu sveitarfélaga svo sem Hafnarfjarðar að þessu svæði.

4) Fréttabréf verði send félögum á netinu á þriggja mánuða fresti og heimasíðu komið upp fljótlega. Einnig var nokkuð rætt um upplýsingu á vettvangi fjölmiðla svo sem með skrifum blaðagreina.

Fleira ekki fært til bókar.   Stjórnarfundi slitið kl. 17:15

Fundargerð skráði Björn Pálsson, ritari.