Reykjanesskagi – Náttúruperlur í hættu

posted in: Video | 0

Hvernig vilt þú sjá Reykjanesskagann í framtíðinni?


Í þessu myndbandi bregður fyrir mörgum af fallegustu náttúruperlum Reykjanesskagans. Því miður eru þær flestar  í hættu vegna virkjanaáforma. Af 19 jarðhitasvæðum Reykjanesskagans hafa einungis þrjú verið flokkuð í verndarflokk rammaáætlunar. Einungis þrjú.

Viltu sjá Reykjanesskagann svona eins og þetta myndband sýnir, eða undirlagaðan af samfelldri röð virkjana frá Reykjanestá að Þingvallavatni?
Leiddu hugann að því þegar þú skoðar myndbandið. Ekki láta þér standa á sama.