Fjórði stjórnarfundur sjöttu stjórnar NSVE var haldinn 11.04. 2017 á heimili Dagnýjar Öldu Steinsdóttur að Krossalind 20, 201 Kópavogi. Hófst fundurinn klukkan 15:00 með rausnarlegum veitingum húsráðanda.
Mættir voru stjórnarmennirnir Helena Mjöll, Eydís Franzdóttir, Björn Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Stefán Erlendsson og Dagný Alda Steinsdóttir. Jóhann Davíðsson og Lárus Vilhjálmsson höfði boðað forföll. Þá var Hörður Einarsson lögfræðingur, sem m.a. hefur rekið dómsmál NSVE vegna Suðurnesjalínu 2, gestur fundarins.
Helena Mjöll formaður setti fund og eftirtalin mál voru tekin til umræðu:
- Rætt var um stöðu mengunarmála hjá stóriðjufyrirtækjum og þá sérstæðu og sterku stöðu sem þau fyrirtæki hafa um framkvæmd mengunarmælinga. Bent var á hagsmunaárekstra sem þessi staða ylli.
- Stjórnin fjallaði töluvert almennt um helstu mál s.s. kosti jarðstrengja í stað loftlína til flutnings raforku á milli svæða. Þá var töluvert fjallað um Hvalfjörð og þá hættu sem stóriðjan við Grundartanga veldur fagurri byggð beggja vegna Hvalfjarðar.
- Rætt var um næsta aðalfund NSVE og samþykkt að hann verði mögulega haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 11. maí nk. Þá þarf stjórn NSVE að koma saman fyrir aðalfundinn s.s til þess að ganga frá ársskýrslu og ársreikningi.Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið um kl. 17:20.
Björn Pálsson/ritari