Stjórnarfundur, þriðjudaginn 6. október 2015

posted in: Fundargerðir 2015 | 0

Fyrsti stjórnarfundur fimmtu stjórnar NSVE var haldinn að Landakoti á Vatnsleysuströnd, heimili Eydísar gjaldkera, þann sjötta okt. 2015 og hófst hann kl. 15:30 með rausnarlegum veitingum húsráðanda.

Mættir voru stjórnarmennirnir Helena Mjöll, Eydís Franzdóttir, Björn Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Stefán Erlendsson og Ellert Grétarsson. Jóhann Davíðsson. og Jónas Pétur Hreinsson voru fjarverandi.

 

Helena Mjöll formaður setti fund og eftirfarandi mál voru tekin til afgreiðslu:

 

1)      Fundargerð aðalfundar NSVE frá 29. apríl 2015 staðfest með undirritun   stjórnar.

2)      Stjórnin skipti með sér verkum.  Er sú skipan óbreytt frá fyrra ári eða þessi:  Formaður Helena Mjöll Jóhannsdóttir, varaformaður, Ellert Grétarsson, gjaldkeri Eydís Franzdóttir, ritari Björn Pálsson, meðstjórnandi Guðrún Ásmundsdóttir og varamenn eru Jóhann Davíðsson, Stefán Erlendsson og Jónas P. Hreinsson.

3)      Rætt var um leyfi Thorsil ehf til reksturs kísilverksmiðju á lóð við Berghólabraut 8 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík sbr. bréf Umhverfisstofnunar þar um (sjá fylgiskjal í möppu). Kærufrestur um það leyfi er til 14. okt. 2015 og ákvað stjórn NSVE að nýta kærurétt sinn í því máli.

4)      Nokkuð var rætt um afstöðu forstöðumanna ÍSOR og Orkustofnunnar til virkjana og rammaáætlunar.  Það sýnist nokkuð augljóst að atvinnuhagsmunir vegna undirbúnings orkuvinnslu ráði jafnvel meiru hjá ráðamönnum þeirra stofnana heldur en vísbendingar um takmarkaðan nýtingartíma og spillingu náttúruauðlinda.  Stjórn NSVE lýsir áhyggjum yfir þessari villustefnu opinberra stofnana þar sem nauðsyn ætti að vera að horfa á málin af meiri víðsýni.

5)      Suðurnesjalína og lega hennar var rædd. Einnig annar hluti Suðvesturlína, Sandskeiðslína; línustæði hennar um vatnasvið Gvendarbrunna og vatnsverndarsvæði Garðarbæjar/Hafnarfjarðar, auk þess að liggja um sérstætt útivistarsvæði s.s. við  Helgafell og Litlu borgir. Þetta er mikið áhyggjuefni því Sandskeiðslína er í nýrri Kerfisáætlun Landsnets á þriggja ára framkvæmdaráætlun. Þar eins og svo víða virðist náttúruvernd verða útundan þá ráðist er í framkvæmdir.

6)      Önnur mál: Ferð í minningu Jóhannesar Ágústssonar frá Kleifarvatni til Strandarkirkju hinn 12. sept. sl., í samvinnu við aðstendur hans, tókst með miklum ágætum. Um 20 manns voru þar í för og veður hið besta. Þau Guðrún Ásmundsdóttir og Jóhann Davíðsson eiga þakkir skyldar fyrir frábært skipulag og framlög fyrir hönd stjórnar NSVE til þessarar eftirminnanlegu ferðar.  Ákveðið var að næsti stjórnarfundur yrði nærri mánaðarmótum okt. nóv. nk.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið um kl.18:30.
Björn Pálsson/ritari