Stjórnarfundur, miðvikudaginn 9. mars 2016

posted in: Fundargerðir 2016 | 0

Þriðji stjórnarfundur fimmtu stjórnar NSVE var haldinn á heimili Eydísar Franzdóttur að Landakoti á Vatnsleysuströnd miðvikudaginn 9. mars 2016. Hófst hann kl. 16:30 með rausnarlegum veitingum húsráðanda.

Mættir voru stjórnarmennirnir Helena Mjöll, Eydís Franzdóttir, Björn Pálsson, Ellert Grétarsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Stefán Erlendsson og Jóhann Davíðsson. Jónas Pétur Hreinsson var fjarverandi.

Helena Mjöll formaður setti fund og eftirfarandi mál voru tekin til umræðu:

1)   Eydís sagði að fengist hefði 250.000 kr. styrkur til NSVE frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Það kæmi sér vissulega vel en dygði hvergi nærri til vegna kostnaðar s.s. vegna málferla. Fleira yrði því að gera til fjáröflunar.

2)    Björn gerði grein fyrir málstefnu sem haldin verður sjötta apríl nk. Áætlað efni og dagskrá er eftirfarandi:

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) halda málstefnu í Norræna húsinu síðdegis miðvikudaginn 6. apríl 2016.

Efni málstefnunnar verður:

A) Kl. 16:30  Gildi landslags á Reykjanesi

Höfundar og fyrirlesarar Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við LHÍ og nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ. og Edda R. H. Waage, lektor í land- og ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.

B) Kl. 17:15  Náttúruperlur á Reykjanesskaga

Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, sýnir myndefni frá Eldvörpum og Krýsuvík.

C) Kl. 17:55 Þróun háhitakerfa og umhverfisáhrif nýtingar

Höfundur og fyrirlesari döfunddur og fyrirlesarir. Stefán Arnórsson jarðhitasérfræðingur og fv. prófessor við HÍ.

D) Kl. 18:40 verður pallborð þar sem flytjendur svara spurningum  fundargesta.

Salurinn verður opinn frá kl. 16:00 og gert ráð fyrir að málstefnunni verði lokið kl. 19:10.

Fundarstjóri: Eydís Franzdóttir./Aðgangur ókeypis og öllum heimill.

 

3)  Nokkuð var rætt um komandi aðalfund og samþykkt að hann skuli haldinn 4. maí nk. ef aðstæður leyfa.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið um kl.18:30.
Björn Pálsson/ritari