Stjórnarfundur, miðvikudagur 29. apríl 2015

posted in: Fundargerðir 2015 | 0

Fimmti  stjórnarfundur fjórðu stjórnar NSVE var haldinn á heimili Helenar Mjallar formanns að Austurvegi 29b, 220 Hafnarfirði. Fundurinn hófst kl. 18:00 þann 29. apríl 2015 með ágætri súpumáltíð í boði húsráðenda þar.

Mættir voru stjórnarmennirnir Helena Mjöll, Eydís Franzdóttir, Björn Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Stefán Erlendsson og Jóhann Davíðsson. Ellert Grétarsson og Jónas Pétur Hreinsson voru fjarverandi.

Er súpunnar hafði verið neytt hófst formlegur stjórnarfundur en verkefni hans var að undirbúa aðalfund NSVE sem skyldi hefjast kl. 20:00 samkvæmt boðaðri dagskrá.

1)      Helena Mjöll formaður lýsti lauslega ársskýrslu stjórnar sem áður hafði verið send stjórnarmönnum í netpósti.

2)      Eydís Franzdóttir gjaldkeri afhenti stjórnarmönnum ársreikning 2014 undirritaðan af skoðunarmanni. Stjórnarmenn skoðuðu reikninginn og undirrituðu hann síðan.

3)      Þá var kannað hvort stjórnamenn væru reiðubúnir til stjórnarsetu næsta ár og svo reyndist vera ef ekki kæmu fram einhver ný framboð sem einhverjir stjórnarmanna teldu félaginu til hagsbóta.

4)      Rætt var um þau helstu mál sem eðlilegt væri að kæmu til umræðu og afgreiðslu á aðalfundinum.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið um kl.19:45.
Björn Pálsson/ritari