Aðalfundur 22. maí 2017

posted in: Fundargerðir aðalfunda | 0

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, héldu aðalfund klukkan 20:00 mánudaginn 22. maí 2017 í Gaflaraleikhúsinu, Víkingastræti 2, Hafnarfirði.

DAGSKRÁ:
Setning aðalfundar.
Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna.
Skýrsla stjórnar
og umræður um hana.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
Kjör stjórnar.
Kjör skoðunarmanns.
Ályktanir aðalfundar.
Önnur mál.

Helena Mjöll Jóhannsdóttir formaður setti fund, skipaði Lárus Vilhjálmsson fundarstjóra og Björn Pálsson fundarritara. Þá var gengið til dagskrár.
Formaður flutti ársskýrslu stjórnar (skýrslan ókomin til ritarara þann 25. maí 2017).
Eydís Franzdóttir gjaldkeri lagði fram ársreikning 2016 undirritaðan af skoðunarmanni og stjórn (sjá fylgiskjal í möppu). Heildartekjur ársins voru kr. 1.814.165 og gjöld kr. 2.039.832. Hagnaður ársins með vaxtatekjum að frádregnum fjármagnstekjuskatti varð kr. 226.189. Handbært fé NSVE var kr. 240.688 þann 31. des. 2015 en kr. 15.021 þann 31. des. 2015. Árið 2016 voru greidd félagsgjöld kr. 91.270 en styrkir vegna reksturs dómsmáls kr. 1.470.281 og styrkur frá Umhverfisráðuneyti kr. 250.000. Helsti kostnaðarliður var lögfræðikostnaður vegna máls Orkustofnunar kr.1.976.857. Ársreikningurinn var samþykktur einróma af fundarmönnum og Eydísi þökkuð örugg og markviss stjórn á fjármálum NSVE. Þá lagði Eydís fram áætlun vegna ársins 2017 þar sem gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð kr. 1.152.614 og gjöldum að upphæð kr. 1.097.767. Árgjald félaga vegna ársins 2017 var ákveðið kr. 2.000.


Stjórnakjör:
Jóhann Davíðsson gaf ekki kost á sér til framhaldandi stjórnarsetu og voru honum þökkuð ágæt störf í þágu NSVE. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir og Margrét Ákadóttir kjörin í stað Jóhanns. Stjórnina skipa eftirtalin: Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Björn Pálsson, Eydís Franzdóttir, Dagný Alda Steinsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Stefán Erlendsson, Lárus Vilhjálmsson og Margrét Ákadóttir.

Skoðunarmaður ársreiknings var kjörinn Reynir Ingibjartsson.
Ályktanir aðalfundar: Þau mál sem einkum komu til umræðu og talin var nauðsyn að vekja athygli á voru: a) Jarðstrengir til flutnings raforku í stað loftlína. b) Ýmsar mengandi verksmiðjur s.s. í Helguvík eða við Grundartanga þar sem íbúar aðliggjandi byggðar eru nánast hafðir að tilraunadýrum. (Hér er aðeins um lauslegar tilvísanir að ræða og ritari vonast eftir nánari skilgreiningum og útfærslum stjórnarmanna).

Ályktanir aðalfundar:
Þau mál sem einkum komu til umræðu og talin var nauðsyn að vekja athygli á voru: a) Jarðstrengir til flutnings raforku í stað loftlína. b) Ýmsar mengandi verksmiðjur s.s. í Helguvík eða við Grundartanga þar sem íbúar aðliggjandi byggðar eru nánast hafðir að tilraunadýrum. (Hér er aðeins um lauslegar tilvísanir að ræða og ritari vonast eftir nánari skilgreiningum og útfærslum stjórnarmanna).


Önnur mál:
Margt bar þar á góma svo sem samskipti við smærri staðbundna náttúruverndarhópa, möguleika að fá fjárhagsstyrki úr ýmsum sjóðum eða frá fyrirtækjum og vinna betur upp baklandið. Fram kom að Ellert Grétarsson er reiðubúinn til að halda uppi heimasíðu fyrir NSVE og koma upplýsingum á framfæri á netinu eins og hann hefur áður gert af myndarskap. (Hér vill ritari einnig fá nánari upplýsingar og ábendingar).